Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn mánudaginn 16. september. Markmið með deginum er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.
Í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti verður blásið til umhverfisþings af þessu tilefni. Við erum afskaplega stolt af því að í viðurkenningarskini fáum við afhentan grænfánann í annað sinn þennan dag. Grænfáninn er viðurkenning sem Landvernd veitir þeim skólum sem uppfylla ákveðin skilyrði í umhverfisvernd.
Umhverfisþingið verður haldið inni í íþróttasal skólans og hefst klukkan 12:40 og lýkur klukkan 14:00. Kynnt verða verkefni sem nemendur í leik- og grunnskólanum hafa unnið, Orri Páll Jóhannsson mun segja nokkur orð um umhverfismálin og sungin verða nokkur lög. Í lokin fara nemendur, starfsfólk og gestir út á skólalóð þar sem nýi grænfáninn er dreginn að húni. Eftir dagskrána hér í Hrafnagilsskóla er haldið yfir í leikskólann þar sem fáninn er dregin að húni þar og síðan er opið hús í leikskólanum.
Tómstundahringekja 1. – 4. bekkjar fellur niður á mánudaginn vegna þingsins og þurfa nemendur í hópi A og B ekki að mæta með íþróttaföt.
Allir eru velkomnir – von er á starfmönnum frá sjónvarpsstöðinni N4 á staðinn.