Fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 13:00 verður Hrafnagilsskóli settur. Nemendur mæta í bekkjarstofur og ganga með umsjónarkennurum inn í íþróttasal. Eftir skólasetninguna verða námskynningar inni í bekkjarstofum. Ætlast er til að foreldrar eða forráðamenn mæti með börnum sínum og hlusti á námskynningarnar.

Mikilvægt er að skrá þá nemendur sem verða í Frístund (áður Skólavistun). Upplýsingaeyðublöð verða í stofunum á námskynningunni en skráningareyðublöð hjá ritara.
Við biðjum ykkur um að láta ritara vita ef þið ætlið ekki að kaupa hádegisverð eða ávexti í morgunnestinu.

Sú breyting verður í vetur að skólabílarnir koma nú mun fyrr en verið hefur til að sækja börnin. Þetta er gert til að koma til móts við framhaldsskólanemendur og aðra sveitunga sem vilja nýta sér ferð með bílunum inn í miðbæ Akureyrar fyrir klukkan átta. Ég bið ykkur að skoða vel akstursáætlunina sem fylgir hér með í viðhengi. Þessar tímasetningar eru settar með fyrirvara um breytingar. Boðið verður upp á hafragraut í mötuneyti skólans fyrir alla nemendur áður en skóli hefst.

Stundaskrá breytist í vetur og nú verða allir nemendur í skólanum frá klukkan 8:15 – 14:00 en nemendur á unglingastigi til 15:30 á miðvikudögum. Nemendur í 1. – 4. bekk fara í tómstundahringekju mánudaga og fimmtudaga klukkan 12:40 – 14:00 og verður skipulagið betur kynnt fyrir foreldrum þeirra nemenda.