Fimmtudag og föstudag verða umhverfisdagar í Hrafnagilsskóla. Nemendur vinna þá að ýmsum verkefnum utan dyra og er skipt í aldursblandaða hópa. Hluti verkefnanna eru hugmyndir nemenda en önnur eru frá kennurum. Nemendur eru bæði á skólalóðinni og í næsta nágrenni og að sjálfsögðu verður aðstaðan í Aldísarlundi nýtt. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri þannig að þeim líði vel úti.