Fulltrúar 9. bekkjar í úrslitum BEST-stærðfræðikeppninnar eru komnir í þriggja liða lokakeppnina. Keppninni lýkur síðdegis og við bíðum spennt eftir niðustöðunni. Til mikils er að vinna því að sigurliðið verður fulltrúi Íslands í norrænni stærðfræðikeppni nú í vor. En sama hvernig fer er þetta frábær árangur hjá hópnum. Á myndunum sjást nemendur 9. bekkjar og líkanið sem þau gerðu af rafstöð sem gæti nægt til að framleiða rafmagn fyrir Hrafnagilsshverfið eftir að hafa lagst í athugun og útreikninga á því hvað þyrfti til.