Á morgun verður farið í fjöru með nemendur yngsta stigs. Lagt verður af stað frá skóla kl. 9 og komið til baka kl. 12. Mikilvægt er að allir séu vel klæddir svo að engum verði kalt og stígvél eru heppilegasta skótauið. Að vera í pollabuxum og stígvélum er hrein snilld.
Gott er að hafa með sér nesti og plastpoki til að tína í gersemar er þarfaþing. Annað sem gæti komið að notum er plastílát með loki.