Á morgun, fimmtudaginn 14. mars verður farið í skíðaferð í Hlíðarfjall. Við áætlum að fara héðan frá skólanum kl. 8:30, úr fjallinu kl. 13:00 og verða þá allir nemendur keyrðir heim á sama tíma. Skólavistunin verður á sínum stað að lokinni skíðaferðinni en foreldrar vistunarbarna eru beðnir að athuga að engin seinni heimkeyrsla verður kl. 14:50 eins og vanalega á fimmtudögum.

Nemendur fá kakó og brauð úr mötuneytinu milli kl. 11:00 og 12:00 en verða að öðru leyti að nesta sig að heiman eða koma með peninga til að kaupa hressingu í veitingasölunni. Ferðasjóður nemenda greiðir lyftugjöld og starfsfólk skóla sér um skíða- og brettakennslu fyrir byrjendur.

Hluti nemenda var búinn að panta sér búnað og verður hann tilbúinn á staðnum þegar við komum. Nemendur greiða sjálfir fyrir hann þegar þau fá hann í hendur í Hlíðarfjalli (kr. 2.000).

Foreldrar þurfa að tilkynna umsjónarkennara ef börn þeirra eiga ekki að koma með skólabíl til baka.