Stóra upplestrarkeppnin í Hrafnagilsskóla fór fram miðvikudaginn 6. mars. Nemendur lásu texta úr bókinni Lúsastríðið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Einnig lásu nemendur ljóð sem þeir völdu sér. Dómnefnd skipuðu María Gunnarsdóttir, Valgerður Schiöth og Sveinn Sigmundsson. Miðvikudaginn 13. mars verður lokakeppnin haldin í Valsársskóla þar sem fulltrúar Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla, Valsárskóla og Grenivíkurskóla keppa. Fulltrúar Hrafnagilsskóla verða Jón Smári Hansson og Katrín Sigurðardóttir. Varamenn eru María Rós Magnúsdóttir og Jóhann Bjarki Salvarsson.