Í dag var Inga Lóa Birgisdóttir gestakokkur í mötuneytinu okkar. Hún kom í morgun á samverustund hjá 1. – 7. bekk og ræddi við nemendur um mikilvægi þess að neyta daglega grænmetis. Síðan kynnti hún matseðil dagsins sem var hnetusteik með stöppu úr sætum kartöflum og rauðrófusalati sem hún er vön að hafa sem jólamat heima hjá sér. Langflestir nemendur smökkuðu svo í hádeginu og heyrðust athugasemdir allt frá “Besti matur sem ég hef fengið”, yfir í “Ég ætla aldrei að borða svona aftur.”
Okkur finnst þetta skemmtileg nýbreytni hjá Valdimar kokki að fá til sín gestakokka og það er líka mikilvægt fyrir börnin að þau venjist því að smakka á ólíkum mat með opnum huga.