Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og rafbókaveitan Emma.is hafa gefið grunnskólabörnum aðgang að 8 rafbókum eftir Þorgrím til frjálsra afnota og lestrar á rafrænu formi. Markmið þeirra er að hvetja börn og unglinga til aukins lestrar. Jafnframt efna þeir til samkeppni um nýja bókarkápur á 6 bókanna.
Bækurnar er hægt að lesa á öllum lestækjum og tölvum svo sem iPad, iPod touch, Kindle, snjallsímum með Android eða Windows, PC tölvum eða Mac. Bækurnar er hægt að sækja á emma.is frítt skólaárið 2012-2013. Þar er einnig að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að lesa rafbækur í ýmsu tækjum.