clip_image002

Föstudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans. Nemendur skólans munu flytja atriði í tali og tónum tengd þema dagsins sem að þessu sinni er hrafninn. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast þjóðarskáldsins Jónasar Hallgrímssonar, með upplestri á ljóðum hans.

Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:

  • 0-5 ára ókeypis
  • 1.-10. bekkur 600 kr.
  • Þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.200 kr.

Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjarins.

Allir hjartanlega velkomnir.

Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla