Kæru foreldrar og forráðamenn.

Eins og sagt var frá í síðasta föstudagspósti verður útivistardagur á morgun, miðvikudag. Lagt verður af stað kl. 8:45 eftir sameiginlega samverustund í íþróttahúsinu. Farið verður með rútum að Kristnesspítala og gengið þar upp eftir í gegnum skóginn, mislangt eftir aldri. Nemendur á mið- og unglingastigi ganga til baka í skólann en nemendur á yngsta stigi eru keyrðir að skóla fyrir hádegi. Kennsla verður skv. stundaskrá eftir hádegi hjá 5.-10. bekk og skólavistun á sínum stað.

Mikilvægt er að nemendur séu klæddir eftir veðri og vel skóaðir. Nemendur koma með nesti að heiman (í litlum bakpoka).

Bestu kveðjur úr skólanum,

skólastjórnendur