Nú stendur yfir lokahluti BEST-stærðfræðikeppninnar sem er haldin í Kópavogi 3. og 4. maí. Lið Hrafnagilsskóla er komið í úrslit keppninnar ásamt tveimur öðrum liðum og verða úrslit kunn um hádegið í dag. Þessi keppni er árviss og fá allir 9. bekkir landsins tækifæri til þátttöku. Í ár skiluðu yfir 50 skólar verkefnum, 14 lið voru valin til þátttöku í lokakeppninni og þrjú þeirra komust alla leið í úrslitin í dag. Fulltrúar okkar eru þau Arna Ýr Karelsdóttir, Fjölnir Brynjarsson, Heiða Hansdóttir og Jakob Atli Þorsteinsson. Kennari þeirra og umsjónarmaður með verkefninu er Björk Sigurðardóttir.
Líkanið sem sent var í keppnina |
Jakob, Fjölnir, Arna og Heiða |
9. bekkur |