Í gær fengu nemendur á miðstigi heimsókn frá SAFT sem stendur fyrir – Samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Auk kynningar á öruggri netnotkun var sett upp þátttökuleikhús þar sem nemendur léku aðstæður sem geta komið upp þegar einelti er stundað í gegnum netið eða farsíma. Krakkarnir voru hvött til að koma með leiðir til lausnar og sýndu þau mikinn áhuga á því og voru óhrædd við að spreyta sig og prófa að leika þær leiðir sem þau stungu upp á.