í gær var haldin sýning á samstarfsverkefni nemenda í 1. bekk og 5 ára barna í Hrafnagilsskóla. Verkefni er unnið samkvæmt söguaðferðinni og fjallar um lífið í sjó og á og tengist einnig umhverfisvernd. Það hefur staðið yfir síðan í lok janúar og á þeim tíma hafa nemendur bæði kannað lífið í djúpinu og skapað undraheim um það.