Á morgun er ráðgert að fara í skíðaferð í Hlíðarfjall með alla nemendur skólans. Farið verður frá skólanum kl. 8:30 að loknu „manntali” og lagt af stað heim aftur kl. 14:00.
Hægt er að leigja skíði og bretti í Skíðaþjónustunni við Fjölnisgötu (kostar 2000 kr.) eða í Skíðamiðstöðinni í Hlíðarfjalli (kostar 2100 kr.). Þeir sem vilja leigja í Skíðamiðstöðinni geta komið til Nönnu ritara á mánudagsmorgun til að gefa upplýsingar um hæð og þyngd og máta skóstærð svo hægt sé að hafa búnaðinn tilbúinn þegar komið er í fjallið. Greiða þarf fyrir leiguna í Skíðamiðstöðinni um leið og búnaðurinn er afhentur. Þeir sem vilja leigja af Skíðaþjónustunni þurfa að gera það daginn áður og hafa búnaðinn meðferðis í skólann á þriðjudaginn.
Að sjálfsögðu er heimilt að hafa með sér sleða eða þotur til að renna sér á og foreldrar eru velkomnir að slást í hópinn og hitta okkur í fjallinu.
Lyftukort borgar skólinn fyrir nemendur.
Mötuneyti sér nemendum, sem eru í daglegu fæði, fyrir mat í hádeginu. Annað nesti þurfa nemendur að taka með sér að heiman eða kaupa á Skíðastöðum. Mælst er til þess að nemendur hafi ekki með sér meiri peninga en þörf krefur.
Skólavistun hefst þegar komið er heim fyrir þá sem þar eru venjulega.