Stóra upplestrarkeppnin fór fram 15.febrúar síðastliðinn. Þá lásu allir nemendur 7. bekkjar upp ljóð að eigin vali og brot úr sögu Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Gallsteinar afa Gissa. Dómnefndar, sem skipuð var Sveini á Vatnsenda, Leifi í Klauf og Maríu tónmenntakennara, beið erfitt verk að skera úr um hverjir yrðu fulltrúar Hrafnagilsskóla á lokahátíðinni sem verður haldin 1. mars. Þær Freydís Erna Guðmundsdóttir og Kristín Brynjarsdóttir voru valdar til þess og til vara Gunnhildur Erla Þórisdóttir og Ragnhildur Tryggvadóttir.