Árshátíð unglingastigs var haldin á föstudaginn og tókst mjög vel. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýndu söngleikinn Stríðið um Trójuborg í þýðingu Örnu Ýrar Karelsdóttur 9. bekk. Kennarar á unglingastigi sáu um leikstjórn og Birgir Arason var tónlistarstjóri. Auk þess að leika, syngja og dansa á sýningunni sáu nemendur um búninga, leikmynd, förðun og alla tæknivinnu.