Á miðvikudaginn hófst heimilisfræðikennsla að nýju í skólanum eftir nokkurt hlé. Síðustu áratugi hefur kennslan farið fram í húsmæðraskólanum að Laugalandi en ný og glæsileg aðstaða er nú tilbúin í heimavist Hrafnagilsskóla. Þar er fullbúið kennslueldhús fyrir 12 nemendur að hámarki. Fær 1. – 8. bekkur kennslu í heimilisfræði og að auki er hún valgrein fyrir 9. og 10. bekk. Hér má sjá vaska og glaða drengi sinna sínum störfum undir leiðsögn Þuríðar Schiöth heimilisfræðikennara.