Þriðjudaginn 20. desember voru litlu jólin haldin í skólanum. Nemendur 1.-7. bekkjar dönsuðu í kringum jólatréð, 4. bekkingar fluttu helgileik og síðan átti hver bekkur stund fyrir sig inni í stofum. Unglingastigið fór í Munkaþverárkirkju þar sem lesnar voru sögur og sungið. Eftir það var haldið í skólann og litlu jólin haldin hátíðleg. Hér má sjá myndir frá kirkjuferðinni að Munkaþverá.
Séra Hannes Blandon las sögu og tók á móti hópnum. | Kristjana 9. bekk las sögu. | Eydís, Sonja og Berglind 10. bekk sungu. | Munkaþverárkirkja |