18 .maí 168Á miðvikudaginn 18. maí fór 4. bekkur í dags ferðalag til Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Byrjað var á því að heimsækja 4. bekk Grunnskóla Ólafsfjarðar en síðan var haldið til Siglufjarðar og Síldarminjasafnið skoðað. Þar var farið í ratleik og ýmislegt skemmitlegt skoðað. Einnig borðuðum við hádegisnestið í Bátaskýlinu á Siglufirði. Á heimleiðinni skelltum við okkur svo í sund á Dalvík og komum við í Olís sjoppunni og keyptum okkur "gott" nesti til að borða á heimleiðinni. Komið var heim kl. 16:00. Við fengum allstaðar mjög góðar mótttökur og þökkum kærlega fyrir okkur. Myndir úr ferðinni má sjá hér á myndavef skólans.