Í morgun fóru nemendur og kennarar 1. bekkjar saman í sveitarferð inn á Hrafnagil. Þar sáu þau hryssur með folöldin sín og ærnar með lömbin sín. Þau kíktu í hesthúsið og sáu hestana í stíunum sínum og í fjósinu sáu þau alla litlu kálfana. Hænurnar voru nýbúnar að verpa eggjum sem Berglind húsfreyja ætlaði að taka með sér heim og baka úr. Vegna veðurs fengu gestkomendur inni í kaffihúsinu í fjósinu til að gæða sér á nestinu sínu. Krakkarnir léku sér síðan við fossinn í Hrafnagili, klifruðu í klettunum og trjánum og léku við hundinn. Stórir pollar og lækurinn í gilinu heilluðu marga og flestir fóru blautir heim eftir góða ferð í sveitina. Þökkum kærlega fyrir móttökurnar og hér á myndasvæði skólans er hægt að skoða myndir úr ferðinni.

Hrafnagil_1.bekkur_2011 071Hrafnagil_1.bekkur_2011 027Hrafnagil_1.bekkur_2011 064