Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákvað á bjóða nemendum Hrafnagilsskóla upp á ávexti og grænmeti sem morgunhressingu á hverju degi í maí. Starfsfólk mötuneytis sker hvoru tveggja niður í hæfilega skammta og setur í bakka sem farið er með í hverja stofu og er nemendum boðið að fá sér í nestistíma. Þetta er nemendum að kostnaðarlausu. Ekki er vafi að þetta verður til þess að auka neyslu nemenda á ávöxtum og grænmeti en því miður er alltof algengt að hlutur þess sé ekki nægur í daglegu fæði. Í mörgum tilfellum nægir nemendum þetta í staðinn fyrir það nesti sem þeir eru vanir að taka með sér að heiman.