Föstudaginn 29.apríl er alþjóðlegi dansdagurinn og verður hann haldinn hátíðlegur. Þeir sem hafa áhuga geta mætt við Kea hótelið kl 16.50 og þaðan verður marserað kl. 17.00 í gegnum miðbæinn og að Hofi. Þar verða hin ýmsu dans atriði frá þeim dansskólum sem starfa á Akureyri. Hátíðin endar svo á að allir sem hafa lært dans dansdagsins sýna hann, en hann verður kenndur í Hofi þriðjudagskvöldið 26.apríl og miðvikudagskvöldið 27.apríl kl. 20.00-21.00. Fimmtudagskvöldið 28.apríl verður hann kenndur í Brekkuskóla kl. 19.00-20.00. Vonandi geta sem flestir komið og lært hann og tekið þátt í þessum degi með okkur. Því fleiri því skemmtilegra.

Danskveðja, Elín danskennari.