Þann 16. mars sl. var efnt til stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema í Menntaskólanum á Akureyri. Keppni þessi er árviss viðburður og ber hún yfirskriftina Stærðfræðikeppni Flensborgarskóla en þangað á hún rætur sínar að rekja. Öllum nemendum í 8., 9. og 10. bekk á svæðinu gafst kostur á því að taka þátt og í ár tóku fimm nemendur úr 8. bekk þátt og einn nemandi úr 9. bekk. Þetta voru þau Arna Ýr Karelsdóttir, Fjölnir Brynjarsson, Heiða Hansdóttir, Jakob Atli Þorsteinsson og Karl Liljendal Hólmgeirsson úr 8. bekk og Ólafur Ingi Sigurðsson úr 9. bekk.

Í gær var verðlaunaafhending en veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum bekk. Okkar nemendur stóðu sig að sjálfsögðu með prýði og hrepptu þrjú verðlaunasæti. Í 8. bekk var Arna Ýr í öðru sæti , Fjölnir í þriðja sæti og í 9. bekk var Ólafur Ingi í þriðja sæti. Flottur árangur hjá krökkunum og óskum við þeim innilega til hamingju.

Fjölnir og Arna  ólafur ingi