Í síðustu viku fóru nemendur 9. bekkjar í sjóferð með skólaskipinu Dröfn. Í ferðinni fengu þeir fræðslu um sjávarútveg og vistkerfi hafsins, trolli var dýft í sjóinn og nemendur könnuðu aflann undir leiðsögn fiskifræðings. Þetta verkefni er unnið í samvinnu Fiskifélagsins, Hafrannsóknarstofnunar og sjávarútvegsráðuneytisins. Veðrið var eins og best verður á kosið og allir höfðu gagn og gaman af.