Úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag í Grenivíkurskóla fyrir fjóra skóla á Eyjafjarðarsvæðinu þ.e. Grenivíkurskóla, Hrafnagilsskóla, Stórutjarnaskóla og Þelamerkurskóla. Allir nemendur 7. bekkjar hafa þjálfað upplestur í vetur og er keppnin endapunktur á því tímabíli sem hófst á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember 2010. Fulltrúar Hrafnagilsskóla höfnuðu í 1. og 2. sæti en það var Rebekka Garðarsdóttir sem sigraði og Soffía Stephensen varð önnur. Um leið og þeim stöllum er færðar árnaðaróskir fá aðrir nemendur 7. bekkjar þakkir fyrir þátttökuna en þeir lögðu sig allir fram um að flytja sinn texta með sem skýrustum hætti.

 

Sossa_Rebekka