Fyrrverandi nemendur Hrafnagilsskóla voru áberandi á Söngkeppni MA sem fram fór 24. febrúar. Þau Ivalu Birna Falck Pedersen, Nanna Lind Stefánsdóttir, Bjarni Karlsson, Ingvar Heiðmann Birgisson (öll fædd 1994) og Þorvaldur Schiöth urðu í 2. sæti ásamt því að vera með vinsælasta lagið að mati áheyrenda. Alls komu 13 fyrrverandi nemendur skólans fram í keppninni eða um helmingur allra þátttakenda.