Í næstu viku er áætlað að fara í Hlíðarfjall. Lagt verður af stað að morgni frá skóla þegar búið er að taka manntal og farið úr fjallinu kl. 13:30 þannig að heimkoma verður á svipuðum tíma og venjulega á þriðjudögum. Við stefnum á að fara á þriðjudag en það ræðst samt endanlega af veðri og munum setja upplýsingar fyrir hádegi á mánudegi inn á heimasíðuna.

Skólabílar sjá um akstur á öllum nemendum. Ef nemendur ætla að fá að verða eftir í fjallinu í lok dags þarf að gera umsjónarkennara aðvart um það.

Byrjendur fá leiðsögn á skíðum og brettum. Þeir nemendur sem eiga skíði eða bretti nota að sjálfsögðu sinn útbúnað en líka er hægt að leigja allt sem til þarf í skíðaleigunni í Hlíðarfjalli og í Skíðaþjónustunni. Þeir sem frekar vilja vera á sleðum geta tekið þá með sér. Aðgang að lyftum greiðir ferðasjóður nemenda og mötuneyti skólans útbýr hádegisnesti.

Foreldrar eru velkomnir að líta til okkar og skemmta sér með börnum sínum.