Laugardaginn 26. febrúar n.k. er Dagur Tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur um land allt.  Tónlistarskóli Eyjafjarðar mun af því tilefni halda tónleika í Laugarborg og hefjast þeir kl. 14:00.  Að tónleikunum loknum er öllum gestum boðið í opið hús í húsnæði Tónlistarskólans þar sem boðið verður upp á veitingar auk þess sem nemendur spila í öllum stofum.