Aðstoðarleikskólastjóri

Hrafnagilsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra í fullt starf sem starfar undir stjórn skólastjóra samrekins grunn- og leikskóla.

Verksvið

Aðstoðarleikskólastjóri fer með daglega stjórnun leikskólans. Hann sinnir að hluta til skyldum leikskólastjóra og tekur laun samkvæmt starfslýsingu í samræmi við aukna ábyrgð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi LN og FL.

Menntunar- og hæfniskröfur

– gerð er krafa um að viðkomandi hafi leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi

– meistarapróf í menntunarfræðum er æskilegt

– reynsla af stjórnun er æskileg

Leitað er eftir einstaklingi sem

– sýnt hefur marktækan árangur í starfi

– er fær og lipur í mannlegum samskiptum

– býr yfir frumkvæði og skipulagfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum

– er fær um að leiða faglegt starf og hefur reynslu af skólaþróunarverkefnum

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem gefur mikla möguleika til þróunar og uppbyggingar í starfi leikskóla.

Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2011.

Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Karl Frímannsson skólastjóri í síma 862-8754 eða netfang karl@krummi.is. Umsóknir skulu sendar til skólastjóra í tölvupósti eða á heimilisfangið Hrafnagilsskóli, 601 Akureyri. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á www.krummi.is/leikskoli