10. bekkur í Hrafnagilsskóla ætlar að halda bingó til styrktar skólaferðalagi sínu fimmtudaginn 3. febrúar. Fullt af veglegum vinningum í boði. Veitinga- og nammisala á staðnum, einnig verður hlutavelta (tombóla). Við höfum séð um skipulagninguna alveg sjálf :)
Spjaldið kostar 500 krónur. ATH. við erum ekki með posa.
Bingóið fer fram í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit og hefst klukkan 16:30.
Vonumst til að sjá sem flesta en nánari upplýsingar getið þið fengið í sima 464 8100
Vonumst til að sjá ykkur öll!
Kv. 10. bekkur Hrafnagilsskóla