Þær Sonja og Guðbjörg í 9. bekk stóðu sig vel á söngkeppni Samfés sem haldin var á Dalvík s.l. föstudag. Þar komu saman krakkar frá félagsmiðstöðvum á Norðurlandi og voru valdir fimm flytjendur til þátttöku í lokakeppninni sem verður haldin í Laugardalshöll í mars. Þrátt fyrir að þær hafi ekki verið þar á meðal voru þær og hljómsveitin sjálfum sér og okkur öllum til sóma.