Á miðvikudaginn kom til okkar tannfræðingur frá Lýðheilsustöð og hélt erindi fyrir nemendur í 8. og 10. bekk um tannheilsu og tannvernd. Því miður hafa tannskemmdir í börnum og unglingum aukist á síðustu árum og því til viðbótar kemur að glerungseyðing sem orsakast af drykkju ýmissa vinsælla drykkja er orðin mjög algeng. Var okkur sagt að allir gos- og vatnsdrykkir (líka ávaxtadrykkir) sem innihalda bragðefni hafi í sér rotvarnarsýru sem eyðir glerungnum. Fengu nemendur ýmis góð ráð til að bæta tannhirðu sína, til dæmis um tannburstun kvölds og morgna þar sem ekki á að skola munninn eftir burstun og að skola munninn með vatni eftir að hafa neitt varasamra drykkja.