Næstkomandi miðvikudag, 26. janúar, er nemendum 4. og 5. bekkjar boðið á leiksýninguna Bláa gullið sem sýnd er í Hofi. Það eru Norðurorka og Rarik sem bjóða þessum bekkjum á Norðurlandi. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda sem og áhorfenda og var tilnefnd til Grímuverðlauna sem besta barnasýningin 2010. Þrír trúðar leiða áhorfendur um undraheima vatnsins og bregða sér í hlutverk vatnsmólikúls sem fer víða – frýs í jökli, flækist um garnir risaeðlu og gufar upp.