Samfés_14.01 (60)Sonja og Guðbjörg í 9. bekk sigruðu í söngkeppni Samfés sem fór fram í Hrafnagilsskóla í kvöld en þær sungu lagið Ég elska þig. Þær verða því fulltrúar skólans í landshlutakeppninni sem fer fram á Dalvík í febrúar. Með þeim í hljómsveitinni voru þau Ingibjörg, Ólafur Ingi og Elvar í 9. bekk og Arna Ýr í 8. bekk og fá þau bestu hamingjuóskir með sigurinn. Í öðru sæti voru Ólafur Ingi 9. bekk, Fjölnir og Arna í 8. bekk með lagið Ys og þys úr leikritinu Óvitum. Alls voru átta lög flutt í keppninni sem fram fór í Hyldýpinu, félagsmiðstöð Hrafnagilsskóla. Í dómnefndinni voru þau Elvý Hreinsdóttir, Silja Garðarsdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson.

Hér er mynd af sigurvegurunum ásamt fleiri myndum frá söngvakeppninni.