Kór Hrafnagilsskóla hefur vaxið og dafnað með árunum og nú er svo komið að 47 börn syngja í kórnum. Börnin hafa staðið sig framúrskarandi vel og þátttaka og stuðningur foreldra hefur skipt miklu máli. Í desember söng kórinn á sex tónleikum með Frostrósum og í ágúst á tvennum tónleikum með Lay Low. Þess utan hefur kórinn sungið á samkomum í skólanum og á aðventunni. Það er ánægjulegt að sjá hversu öflugt kórstarfið er og vonandi heldur það áfram á þeirri braut.

Meðfylgjandi mynd er frá tónleikum í Blómaskálanum Vín á aðventu ári 2005 en þá voru 22 börn í kórnum.

Kór_Jól_2005_Vín 001 (5)