Vélritunarhraði Eydísar frá 2008Eydís Sigurgeirsdóttir í 9. bekk náði þeim frábæra árangri sl. miðvikudag að slá 5 ára gamalt hraðamet í vélritun. Hún náði meðalhraðanum 102 orðum á mínútu en eldra metið átti Almar Daði Kristjánsson og var það 98 orð á mínútu. Eydís hefur þann háttinn á að taka alltaf nokkuð margar aukaæfingar í vélritun umfram þær sem kennari leggur til.