Nemendur og starfsfólk hélt Dag íslenskrar tungu hátíðlegan þann 16. nóvember með dagskrá og sýningu á verkefnum nemenda frá þemadögum í síðustu viku. Viðfangsefni þemadaganna var orðið fjall og var það tekið til skoðunar á margvíslegan hátt. Þar má nefna fjöll í myndlist, ljóð- og tónlist. Mismunandi gerðir fjalla, orðtök og orð sem tengjast fjöllum og að sjálfsögðu var fjallahringurinn í Eyjafjarðarsveit tekinn til skoðunar. Þá hófu nemendur í 7. bekk undirbúning Stóru upplestrarkeppninnar í tilefni dagsins. Hér gefur að líta nokkrar

myndir frá hátíðinni og þemadögunum