Það verður ævinlega uppi fótur og fit þegar fyrsti snjórinn fellur. Í gærmorgun var hvít jörð og í frímínútum tóku krakkarnir til óspilltra málanna og nýttu snjóinn til hins ítrasta í ýmsum leikjum. Myndirnar segja meira en mörg orð um hversu gaman það var.