Nemendur á yngsta stigi settu niður kartöflur í vor og hafa verið að taka upp á undanförnum dögum. Verkefnið er notað m.a. í stærðfræðikennslu þar sem fjöldi undan hverju grasi er talinn, meðaltal reiknað, stærstu og minnstu kartöflurnar vegnar og þar fram eftir götunum. Börnin gáfu síðan alla uppskeruna til mötuneytis Hrafnagilsskóla og má hér sjá Valda kokk ganga af samverustund með fenginn eftir afhendinguna í morgun.