Hrafnagilsskóli sótti á síðasta vetri um að gerast skóli á grænni grein. Markmið skóla á grænni grein er að virkja ungt fólk til sjálfbærrar þróunar í nánasta umhverfi.

Gerð var framkvæmdaáætlun um fyrsta verkefni skólans sem er flokkun og förgun úrgangs á umhverfisvænan máta. Hefur það gengið mjög vel og taka allir þátt, jafnt starfsmenn og nemendur. Í gær fengum við Orra Pál Jóhannsson verkefnisstjóra hjá Landvernd í heimsókn og hélt hann erindi fyrir starfsfólk leik- og grunnskóladeildar. Næsta verkefni er að kjósa verkefnisstjórn innan skólans með fulltrúum nemenda og allra starfshópa innan skólans. Verkefnisstjórn mun fylgja verkefninu eftir og væntanlega leggja til fleiri atriði til að vinna að en sem stendur er hægt að velja um 9 mismunandi þemu.