Frístund skólaárið 2019-2020

Frístund er starfrækt í Hrafnagilsskóla. Þar býðst nemendum í 1.-4. bekk að dvelja frá skólalokum, sem eru kl. 14:00 alla daga, til kl 16:00. Hægt er að hafa samband við ritara skólans í síma 464-8100 eða senda póst á nanna@krummi.is. Á   opnunartíma frístundar er einnig hægt að hafa samband við starfsmenn í síma 464-8103.

Boðið er upp á síðdegishressingu í frístundinni.

Það skal tekið fram að í frístund þarf að sækja þarf börnin á áður ákveðnum tíma, fólk hefur ekki 15 mínútur í viðbót eins og víða tíðkast.

Tilkynna verður til ritara tilfallandi breytingar á dvalartíma t.d. ef börnin eiga að koma heim strax að skóla loknum eða eru að fara í heimsókn til annarra barna.

Eigi að breyta þeim tíma sem barnið er í frístund þarf að tilkynna það til ritara fyrir 25. næsta mánuð á undan í síma 464-8100 eða á nanna@krummi.is. Sé ekki haft samband er litið svo á að um óbreyttan tíma verði að ræða.

Ekki er dregið frá mánaðargjaldi þótt barn sé veikt eða í leyfi einhverja daga. Foreldrar geta þó sótt sérstaklega um niðurfellingu gjalda ef fjarveran er lengur en 2 vikur samfellt.

Greiðsluseðlar eru sendir út mánaðarlega. Tímagjald er 228 kr. á klukkustund og síðdegishressing kostar 118 krónur.

Systkinaafsláttur er samtengdur milli daggæslu, leikskóla og frístundar. Til að njóta afsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns (greiðanda)og með sama lögheimili.

Starfsmenn frístundar eru: Alma Björg Almarsdóttir, Andri Björn Víðisson, Dóra Hrönn Gústafsdóttir og Sigríður Ásný Ketilsdóttir.

Frístund 2019-2020

22. ágúst – skólasetning, frístund lokuð.

3. sept. – útivistardagur, frístund opin.

1. okt. – foreldrasamtöl, frístund opin frá kl. 8:00-16:00 *

16. okt. – starfsdagur, frístund lokuð.

17. og 18. okt. – vetrarfrí, frístund lokuð.

15. nóv. – dagur íslenskrar tungu – frístund opin.

22. nóv. – starfsdagur, frístund lokuð.

20. des. – litlu jólin, frístund lokuð.

21. des.- 2. jan., jólaleyfi, frístund lokuð.

3. jan. – starfsdagur, frístund lokuð.

23. jan. – foreldrsamtöl, frístund opin frá kl. 8:00-16:00 *

26. febr. – öskudagur, frístund lokuð.

27. og 28. febr. – vetrarfrí, frístund lokuð.

3. mars – útivistardagur, frístund opin.

4.-13. apríl – páskaleyfi, frístund lokuð.

24. apríl – starfsdagur, frístund lokuð.

3. júní – síðasti skóladagur nemenda, frístund opin.

*Skrá þarf börn hjá starfsmönnum frístundar þá daga sem eru stjörnumerktir.