Fimmtudaginn 3. október verða foreldraviðtöl hér í skólanum. Foreldrar hafa fengið viðtalstíma þar sem þeim gefst kostur á að ræða við umsjónarkennara um nám og líðan barna sinna. Sérgreinakennarar verða á staðnum og hvetjum við foreldra til að ræða við þá.

Föstudaginn 4. október er starfsdagur í öllum skólum á Norðurlandi og eiga nemendur frí þann dag. Kennarar á svæðinu hittast á ráðastefnu sem ber yfirskriftina Lærdómssamfélagið – samræða allra skólastiga.
Þessa daga er Frístund opin frá kl. 8:15 – 16:00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir og hafa staðfest viðveru við starfsfólk Frístundar. Síminn í Frístund er  464-8103/869-5807.