Glæsileg árshátíð yngsta stigs

Árshátíð yngsta stigs var haldin fimmtudaginn 6. apríl í Laugarborg.  Að þessu sinni var sett upp leikrit um herramennina og ungfrúrnar byggt á bókum Roger Hargreaves. Kennarar yngsta stigs sömdu leikritið, saumuðu búningina, útbjuggu sviðsmynd og leikstýrðu. Sýningin var litrík og skemmtileg og í henni mátti finna mörg falleg lög úr smiðju Maríu tónmenntakennara. Óhætt […]

7.apríl 2017|

Viðburðadagatal aprílmánaðar

Viðburðadagatal aprílmánaðar er komið á heimasíðuna.  Viðburðir mánaðarins eru eftirfarandi:

3.-7. apríl
Nemendur 6. bekkjar sjá um samverustundir.
5. apríl
Samlokusala á miðstigi.
6. apríl
Lokaæfing fyrir árshátíð yngsta stigs kl. 10:00.
Árshátíð yngsta stigs kl. 14:00 til 16:00.
7. apríl
Gettu betur á unglingastigi kl. 12:30.
10.-17. apríl
Páskaleyfi
18.-21. apríl
Nemendur 5. bekkjar sjá um samverustundir.
20. apríl
Sumardagurinn fyrsti.
24.-28. apríl
Nemendur 3. bekkjar sjá um samverustundir.
26. apríl
Sameiginleg samverustund, nemendur […]

3.apríl 2017|

Árshátíð yngsta stigs

 

Hátíðin verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 6. apríl frá klukkan 14:00—16:00.  Nemendur yngsta stigs sýna leikrit um ungfrúrnar og herramennina. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.

Aðgangseyrir er 700 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri en 1.400 kr. fyrir eldri. Frítt er fyrir börn sem ekki eru byrjuð í grunnskóla. Veitingar eru innifaldar í verði. Ágóði […]

31.mars 2017|

Glæsileg árshátíð miðstigs

Föstudaginn 24. mars var árshátíð miðstigs haldin í Laugarborg. Þar sýndu nemendur  5., 6. og 7. bekkjar stytta útgáfu af leikritinu ,, Fólkið í blokkinni“. Áður höfðu þeir útbúið leiksmynd, búninga og leikskrá og margt fleira. Einnig sáu nemendur um tæknimálin í samvinnu við umsjónarkennarana sína. Boðið var upp á tónlistaratriði þar sem nemendur stóðu […]

28.mars 2017|
Load More Posts