Foreldrafélag

Jólaföndur á yngsta stigi

Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 24. nóvember kl. 11:00 – 13:00 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði.

Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að taka með sér smákökur en drykkjarföng verða á staðnum.

Kveðja
Bekkjarfulltrúar yngsta stigs og foreldrafélagið

23.nóvember 2007|

Skýrsla stjórnar foreldrafélags Hrafnagilsskóla

Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla 2006-2007 var skipuð Steinunni A. Ólafsdóttur formanni, Dórotheu Jónsdóttur ritara og Hörpu Gunnlaugsdóttur gjaldkera. Varamenn hafa verið Sigríður Rósa Sigurðardóttir og Jóna Sigurðardóttir. Sl haust komum við þrjár nýjar inní stjórnina og tókum þá þá stefnu á virkja varamennina sem mest, ræddum m.a. e-n tímann um að það væri þörf á að […]

29.október 2007|

Stjórnarfundur – 23. okt 2007

Stjórnin hóf fundinn á því að skipta með sér verkum og verður hlutverkaskipan skólaárið 2007-2008 samkvæmt eftirfarandi lista:

Harpa Gunnlaugsdóttir formaður

Steinunn A Ólafsdóttir gjaldkeri

Brynhildur Bjarnadóttir ritari

Hrafnhildur Vigfúsdóttir meðstjórnandi

Linda B. Reynisdóttir meðstjórnandi

Dagskrá fundar:

  • Meðlimir úr fyrri stjórn kynntu stuttlega starfsemi foreldrafélagsins fyrir nýjum stjórnarmeðlimum.
  • Boðað verður til fulltrúaráðsfundar […]
23.október 2007|

Foreldrar og forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla verður haldinn í Hrafnagilsskóla, stofu 7, þriðjudaginn 16. október kl. 20:30.  Efni fundarins eru;

  • a) skýrsla formanns
  • b) skýrsla gjaldkera
  • c) kosning stjórnar og í foreldraráð
  • d) önnur mál

Að loknum aðalfundi munu Björk Sigurðardóttir og Ólöf Ása Benediktsdóttir kennarar við Hrafnagilsskóla kynna fjölbreyttar leiðir að námsmati.

Girnilegar veitingar verða í boði stjórnar!  Fjölmennum.

Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla

12.október 2007|

Frá foreldrafélagi – áhugaveðir tenglar

Heimasíða samtakanna Heimilis og skóla http://www.heimiliogskoli.is/

Krakkasíður Námsgagnastofnunar www.nams.is/krakkasidur

Skólavefurinn www.skolavefurinn.is/

Umboðsmaður barna www.barn.is/barn/adalsida/forsida/

Samband foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur www.samfok.net/

Spurningar og svör fyrir foreldra vegna einstaklingsmiðunar í skólastarfi www.starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/fraedslumidstod/vefur/foreldrar.htm

Umferðarvefurinn:  http://www.umferd.is/

Samfélag, fjölskylda og tækni:  http://www.saft.is/

11.október 2007|
Load More Posts