Skemmtileg árshátíð unglingastigs

Árshátíð unglingastigsins var haldin í kvöld með pompi og prakt. Að þessu sinni var leiksýningin Gauragangur í styttri útgáfu. Eftir leiksýninguna var boðið upp á kaffi og bakkelsi og síðan var dansað fram á nótt. Þrátt fyrir óvenju mikil veikindi í unglingahópnum undanfarna daga heppnaðist sýningin ákaflega vel.  Hægt er að horfa á afraksturinn í youtube spilunarlistanum.

19.janúar 2018|