Hrafnagilsskóli hlýtur gæðaviðurkenningu eTwinning fyrir þátttöku í verkefninu Bookit 2017. Verkefnið fólst í því að nemendur þáverandi 7. bekkjar lásu eina bók og gerðu svo handrit og myndband í tengslum við efni hennar.  Upphafskona verkefnisins var Rósa Harðardóttir en þeir kennarar sem tóku þátt fyrir hönd Hrafnagilsskóla voru Jóhanna Dögg Stefánsdóttir og Hans Rúnar Snorrason auk nemenda í 7.bekk. Auk þriggja skóla frá Íslandi voru þátttakendur Book’It17 frá Ítalíu, Póllandi, Finnlandi, Tyrklandi, Svíþjóð, Spáni, Frakklandi og Slóveníu.

Það magnaða við verkefnavinnuna í Hrafnagilsskóla var, að nemendur sáu um alla vinnu viðkomandi stuttmyndinni og það eina sem kennarar þurftu að gera, var að gefa þeim tíma og rúm.

Einn af aðalleikurunum í myndbandinu Oliver Twist og umsjónarmaður klippivinnunnar var okkar góði drengur Óliver Einarsson, en hann lést af slysförum í vor. Þess vegna er þessi viðurkenning okkur afar kær.

Congratulations! You have been just awarded with the Quality Label for the project Book it ´17. A fine eTwinning project that lives up to the KISS motto. Its pedagogy focuses on the pupils’ initiative. Clearly integrated in the curriculum. Various technology applied. Visible results (a short film on Oliver Twist, very well made), padlet, blog, TwinSpace). Very deserving of the NQL. For more information you can contact your National Support Service.
All the best,
The eTwinning Team

 

eTwinning er skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk. Með hjálp upplýsingartækninnar er hægt að taka þátt í  samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum.