Þriðjudaginn 5. september var göngu- og útivistardagur skólans. Þrjár gönguleiðir voru valdar. Stysta leiðin var frá Hömrum yfir í Kjarnaskóg og gengu nemendur á yngsta stigi þá leið. Nemendur á mið- og unglingastigi gátu valið milli þess að ganga frá Naustaborgum yfir í Kjarnaskóg eða leiðina frá gömlu ruslahaugunum, upp í Fálkafell, að Gamla og síðan niður í Kjarnaskóg. Í skóginum gátu nemendur leikið sér að vild. Strandblakvellir, borðtenniborð, ærslabelgur, klifurgrindur og rólur voru óspart notaðar ásamt því að hlaupa á eftir kanínum sem nóg er af þessa dagana í Kjarnaskógi. Veðrið lék við okkur og dagurinn var hinn ánægjulegasti bæði fyrir stóra og smáa.