Miðvikudaginn 24. maí síðastliðinn tóku nemendur Hrafnagilsskóla þátt í UNICEF-hreyfingunni í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Með því gefst nemendum skólans kostur á að safna fé í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Nemendur safna áheitum og fá ákveðna upphæð fyrir límmiða sem þeir vinna sér inn með því að taka þátt í ýmsum þrautum sem reyna á þol og hreyfinginu. Í ár var þátttakan óvenju góð og gaman að sjá  samvinnu eldri og yngri nemenda. Það safnaðist rúmar 256 000 krónur sem er mun hærri upphæð en fyrri ár. Hér má sjá myndir frá deginum.