Skólaslit Hrafnagilsskóla

Skólaslit Hrafnagilsskóla fóru fram í íþróttahúsinu fimmtudaginn 1. júní kl. 20:00. Við tekur sumarfrí hjá nemendum  1. – 9. bekkja en nemendur 10. bekkjar fljúga á vit nýrra ævintýra.
Til hamingju útskriftarnemendur Hrafnagilsskóla vorið 2017.
Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu.
Þökk fyrir þennan vetur,
þökk fyrir brosið þitt.
Þú hefur sól og sumar,
sent inn í hjartað mitt.
2.júní 2017|